Nói getur ekki svarið af sér dóttur sína. Tíbráar Tinda Sakya á efri mynd og pabbi hennar Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" á neðri mynd. Bæði hafa ræktunarnafnið Tíbráar Tinda en Sakya fæddist hjá mér.
0 Comments
Chamiilon's Gold Jewel ,,Esme" hefur verið pöruð við ISCh ISJCh Tíbráar Tinda Karuna ,,Karra" og eru hvolpar væntanlegir í byrjun nóvember. Þetta er annað got Esme, sem er innflutt frá Noregi og fyrsta got Karra. Báðir foreldrar eru augnskoðuð án athugasemda og DNA prófuð frí af PRA3. Bæði eru skapgóð og fallegir fulltrúaar tegundarinnar. Karra hefur gengið vel á sýningum og Esme er með meistarastig frá Noregi og meistaraefni á Íslandi, auk þess sem dóttir hennar er íslenskur ungliðameistari.
Frábær dagur að baki á Norðurljósa sýningu HRFÍ!
Sedalia's Jingle Bell ,,Daisy" BOB Junior með CK og Jun CC. Eigandi: Linda Fantazia Lorange ❤ Sedalia's Peace on Earth ,,Sóley" varð önnur í ungliðaflokki með meistaraefni ❤ ISJCh Mow-Zow Halina ,,Milla" varð önnur besta tík! Með sitt þriðja íslenska meistarastig og fyrsta alþjóðlega meistarastig (R CACIB sem verður CACIB) bara 20 mánaða! 😀 ❤ CIB ISCh RW-16 NLM Tíbráar Tinda Blue Poppy ,,Nói" varð besti hundur tegundar, BOB!!! með sitt annað NLM stig og fékk því um leið titilinn Norðurljósameistari 😀 ❤ Í gær urðu hvolparnir tveggja daga gamlir! Allir eru sprækir og duglegir að drekka hjá Esme og þyngjast eftir því, en þyngd þeirra er í dag frá 480 uppí 600 grömm! Allir eru búnir að opna augun sín og verða sætari með hverjum deginum sem líður. Sedalia's Little Drummer Boy er orðinn 550 grömm og þvílíkur sjarmör. Hann er eini strákurinn og verður stundir undir hjá systrum sínum sem eru frekari, en hann braggast vel. Sedalia's Joy to the World er minnst, eða 473 gr. Hún er líka ljósust og verður kannski lík Nicky pabba sínum á lítinn. Þrátt fyrir að vera minnst braggast hún vel. Sedalia's Peace on Earth er orðin 522 gr. Hún er lítil bolla, minnir kannski á Esme mömmu sína að því leiti. Sedalia's Hope Has Come er langstærst, eða 600 gr.! Hún er líka ákveðin og finnst afskaplega gott að fá sopa hjá mömmu, líka þegar allir hinir eru farnir að sofa :) Sedalia's Jingle Bells fæddist minnst en er í dag 510 grömm. Hún er lang dekkst á litinn og vonandi verður hún með fína blesu.
Þann 20. desember síðastliðinn komu í heiminn fjórar tíkur og einn rakki, foreldrar eru Chamiilon's Gold Jewel ,,Esme" og ISCh NUCh NORDJW-10 Mango's Nickelodeon ,,Nicky". Móður og börnum heilsast vel, Esme ofur dugleg mamma og hvolparnir eru duglegir að drekka, svo við erum í skýjunum <3 Ég reyni að vera dulgeg að nýta snappið mitt, helgavoff, fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með :)
Á Norðurljósasýningu HRFÍ helgina 3-4 mars varð RW-16 Tíbráar Tinda Blue Poppy "Nói" besti rakki, BOS, hjá dómaranum Johnny Anderson frá Svíþjóð með CACIB og sitt þriðja íslenska meistarastig, sem þýðir að hann er nú orðinn ÍSLENSKUR MEISTARI!
|
Sedalia
Velkomin á heimasíðu Sedalia ræktunar! Sedalia er lítil ræktun af Tíbet Spaniel. Sarpur
October 2019
Flokkar
|